top of page
Søg

Heimsóknir hafnar

Guðmundur Daníelsson

Eins og fram kom á íbúafundi í Aratungu þann 6. maí er eitt af næstu skrefum í undirbúningi verkefnisins að heimsækja eigendur og umráðafólk "styrkhæfra staða", þ.e. heimili, þar sem er föst búseta og fyrirtæki í heilsársrekstri. Frá og með deginum í dag geta íbúar átt von á heimsóknum frá fulltrúa verkefnisins. Sú heimsókn er kjörið tækifæri til þess að fræðast um verkefnið og spyrja spurninga. Landakort eru með í för þar sem hugmynd af lagnaleiðum kemur fram. Góð ráð frá eigendum og umráðamönnum jarða eru mjög vel þegin og allra hagur að heppileg lagnaleið verði fyrir valinu áður en framkvæmdir hefjast.


 
 
 

Commentaires


bottom of page